Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 15:27 Parið stal meðal annars eldsneyti af Olís á Selfossi. Já.is Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi. Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi.
Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira