Ertu ekki enn farin að vinna? Er vinnan eina leiðin til að meta virði einstaklinga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:00 Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun