Hvalkjöt í íslenskum stórmörkuðum Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2024 11:31 Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum. Nú er að svo að allar þjóðir eiga sér mat sem er alla jafna ekki á borðum fólks heldur er dreginn fram við viss tilefni. Erfitt er að berjast gegn slíkum hefðum. Til þess að taka af allan vafa vil ég einnig taka fram að ég er ekki með þessari grein að agnúast út í einstaka fisksala eða kjötverslanir sem eru eðlilegur vettvangur fyrir sölu á sýrðu hvalrengi. Og ég vil taka fram að ég er ekki með þessari grein að hvetja til þess að neinum verslunum sé refsað með sniðgöngu eða öðru. Ég get hins vegar ekki annað en furðað mig á því að sjá að kjöt hvala sem voru veiddir á síðustu vertíð geti ratað í hillur á íslenskum stórmörkuðum. Mér finnst einkennilegt að verslunarkeðjur sem eru í sífellt meira mæli að stæra sig af samfélagsábyrgð og umhverfisstefnum skuli selja kjöt frá veiðum sem vitað er að taka ekki tillit til nútímalegra skilyrða um velferð dýra. Líklegasta skýringin á því hvers vegna verslanirnar hafa tekið hvalkjötið í sölu er að starfsfólk hafi misskilið nýlegt álit umboðsmanns Alþingis og talið að það hafi bæði græn- og hvítþvegið hvalveiðar Hvals hf. En svo var nú aldeilis ekki og mikilvægt að halda því til haga. Umræðan undanfarnar vikur hefur þó verið á þann hátt að matvælaráðherra hafi tekið óvænta, órökstudda og gerræðislega ákvörðun í júní á síðastliðnu ári. Álit umboðsmanns felur ekki í sér slíkan dóm. Þvert á móti viðurkennir álitið að ráðherra hafi einmitt heimild í lögum um hvalveiðar til að stjórna veiðunum við Ísland með því að setja reglugerðir þar að lútandi, til dæmis varðandi lengd veiðitímabils. Álitið sneri að því að ráðherra hafi ekki haft nægilega lagaheimild til að setja tiltekna reglugerð, einungis með þeim rökstuðningi sem stuðst var við. Niðurstaða umboðsmanns var með öðrum orðum á þá leið að ráðherra hafi verið bundinn af markmiðum laga sem sett voru fyrir áratugum síðan og að þau markmið hafi ekki tekið breytingum í meðförum löggjafans. Markmiðin voru mikilvæg á sínum tíma, til dæmis um verndun stofna, en dýravelferð var ekki á dagskrá þá, eins og núna. Ég les álitið þannig að umboðsmanni þyki það miður og að lögin séu í raun úrelt í núverandi mynd. Álitið sneri því að túlkun á einni grein laga um hvalveiðar sem nú hefur verið úrskurðað um hvernig ber að túlka. Slík túlkun var ekki komin fram þegar ráðherra setti reglugerðina eins og sést best á því að flestir þeir aðilar sem hæst höfðu um frestun veiðanna vísuðu aldrei til þess hvernig bæri að tengja fjórðu grein laganna við markmið þeirra, máli sínu til stuðnings. Efnisleg niðurstaða ráðherra með setningu reglugerðarinnar stendur því óhögguð núna í byrjun árs 2024. Ekki er hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum, eins og sést kannski best á því að hvalveiðiþjóð eins og Norðmenn láta ekki hvarfla að sér að gera út á þessar skepnur þrátt fyrir að hrefnuveiðar séu ekkert feimnismál þar í landi. Þetta hefur svo verið staðfest hvar sem almennilegt eftirlit hefur verið með veiðum á stórhvelum, eins og til dæmis við Ísland sumarið 2022. Vissulega er mögulegt að starfsfólk stórmarkaða hafi ekki misskilið álit umboðsmanns. Mögulega skiptir dýravelferð fyrirtækin engu máli og þau muni því halda áfram að selja allt kjöt sem byrgjar rétta þeim, sama hvaðan það kemur, og sama hvernig staðið var að veiðum, verkun og vinnslu. En þá væri gott að fá það staðfest. Maður hefur oft séð ábyrgðarhluta samfélagsábyrgðar fluttan yfir á þriðja aðila. Hver veit nema búðunum finnist þær ekki bera nokkra ábyrgð á því hvað þær selja. En ef þetta eru einfaldlega klár mistök, til dæmis hjá Krónunni sem hefur verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagsábyrgð, þá væri einnig gott að fá staðfestingu á að um mistök eða kæruleysi hafi verið að ræða. Góðu fréttirnar í þessari sögu allri saman eru þrátt fyrir allt þær að þótt skammtar af sýrðu hvalrengi hafi ratað í verslanir um þennan þorra þá hafa veiðar á stórhvelum við strendur Íslands nú endanlega lagst af. Nýtt leyfi verður ekki gefið út samkvæmt úreltum lögum. Mér skilst á umsjónarfólki þorrablóta um allt land að mest af sýrðu hvalrengi endi í ruslinu eftir hvert blót enda ekki matur sem er ofarlega á óskalista fólks í samtímanum. Hugsanlega er þrátt fyrir allt ástæða til að fólk setji örlitla flís af þessu súra og litlausa spiki á diskinn sinn, rifji upp þau fáu myndskeið af hvaladrápinu sem rötuðu fyrir augu almenning og ígrundi örlítið fáfengileika og tilgangsleysi hvalveiðanna í september 2023. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Hvalir Hvalveiðar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum. Nú er að svo að allar þjóðir eiga sér mat sem er alla jafna ekki á borðum fólks heldur er dreginn fram við viss tilefni. Erfitt er að berjast gegn slíkum hefðum. Til þess að taka af allan vafa vil ég einnig taka fram að ég er ekki með þessari grein að agnúast út í einstaka fisksala eða kjötverslanir sem eru eðlilegur vettvangur fyrir sölu á sýrðu hvalrengi. Og ég vil taka fram að ég er ekki með þessari grein að hvetja til þess að neinum verslunum sé refsað með sniðgöngu eða öðru. Ég get hins vegar ekki annað en furðað mig á því að sjá að kjöt hvala sem voru veiddir á síðustu vertíð geti ratað í hillur á íslenskum stórmörkuðum. Mér finnst einkennilegt að verslunarkeðjur sem eru í sífellt meira mæli að stæra sig af samfélagsábyrgð og umhverfisstefnum skuli selja kjöt frá veiðum sem vitað er að taka ekki tillit til nútímalegra skilyrða um velferð dýra. Líklegasta skýringin á því hvers vegna verslanirnar hafa tekið hvalkjötið í sölu er að starfsfólk hafi misskilið nýlegt álit umboðsmanns Alþingis og talið að það hafi bæði græn- og hvítþvegið hvalveiðar Hvals hf. En svo var nú aldeilis ekki og mikilvægt að halda því til haga. Umræðan undanfarnar vikur hefur þó verið á þann hátt að matvælaráðherra hafi tekið óvænta, órökstudda og gerræðislega ákvörðun í júní á síðastliðnu ári. Álit umboðsmanns felur ekki í sér slíkan dóm. Þvert á móti viðurkennir álitið að ráðherra hafi einmitt heimild í lögum um hvalveiðar til að stjórna veiðunum við Ísland með því að setja reglugerðir þar að lútandi, til dæmis varðandi lengd veiðitímabils. Álitið sneri að því að ráðherra hafi ekki haft nægilega lagaheimild til að setja tiltekna reglugerð, einungis með þeim rökstuðningi sem stuðst var við. Niðurstaða umboðsmanns var með öðrum orðum á þá leið að ráðherra hafi verið bundinn af markmiðum laga sem sett voru fyrir áratugum síðan og að þau markmið hafi ekki tekið breytingum í meðförum löggjafans. Markmiðin voru mikilvæg á sínum tíma, til dæmis um verndun stofna, en dýravelferð var ekki á dagskrá þá, eins og núna. Ég les álitið þannig að umboðsmanni þyki það miður og að lögin séu í raun úrelt í núverandi mynd. Álitið sneri því að túlkun á einni grein laga um hvalveiðar sem nú hefur verið úrskurðað um hvernig ber að túlka. Slík túlkun var ekki komin fram þegar ráðherra setti reglugerðina eins og sést best á því að flestir þeir aðilar sem hæst höfðu um frestun veiðanna vísuðu aldrei til þess hvernig bæri að tengja fjórðu grein laganna við markmið þeirra, máli sínu til stuðnings. Efnisleg niðurstaða ráðherra með setningu reglugerðarinnar stendur því óhögguð núna í byrjun árs 2024. Ekki er hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum, eins og sést kannski best á því að hvalveiðiþjóð eins og Norðmenn láta ekki hvarfla að sér að gera út á þessar skepnur þrátt fyrir að hrefnuveiðar séu ekkert feimnismál þar í landi. Þetta hefur svo verið staðfest hvar sem almennilegt eftirlit hefur verið með veiðum á stórhvelum, eins og til dæmis við Ísland sumarið 2022. Vissulega er mögulegt að starfsfólk stórmarkaða hafi ekki misskilið álit umboðsmanns. Mögulega skiptir dýravelferð fyrirtækin engu máli og þau muni því halda áfram að selja allt kjöt sem byrgjar rétta þeim, sama hvaðan það kemur, og sama hvernig staðið var að veiðum, verkun og vinnslu. En þá væri gott að fá það staðfest. Maður hefur oft séð ábyrgðarhluta samfélagsábyrgðar fluttan yfir á þriðja aðila. Hver veit nema búðunum finnist þær ekki bera nokkra ábyrgð á því hvað þær selja. En ef þetta eru einfaldlega klár mistök, til dæmis hjá Krónunni sem hefur verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagsábyrgð, þá væri einnig gott að fá staðfestingu á að um mistök eða kæruleysi hafi verið að ræða. Góðu fréttirnar í þessari sögu allri saman eru þrátt fyrir allt þær að þótt skammtar af sýrðu hvalrengi hafi ratað í verslanir um þennan þorra þá hafa veiðar á stórhvelum við strendur Íslands nú endanlega lagst af. Nýtt leyfi verður ekki gefið út samkvæmt úreltum lögum. Mér skilst á umsjónarfólki þorrablóta um allt land að mest af sýrðu hvalrengi endi í ruslinu eftir hvert blót enda ekki matur sem er ofarlega á óskalista fólks í samtímanum. Hugsanlega er þrátt fyrir allt ástæða til að fólk setji örlitla flís af þessu súra og litlausa spiki á diskinn sinn, rifji upp þau fáu myndskeið af hvaladrápinu sem rötuðu fyrir augu almenning og ígrundi örlítið fáfengileika og tilgangsleysi hvalveiðanna í september 2023. Höfundur er heimspekingur.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun