Fjárhagslegt ofbeldi í skjóli nætur Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 31. janúar 2024 08:30 Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun