Um hagnað bankanna Heiðrún Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa 31. janúar 2024 15:01 Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Í því samhengi má benda á hvernig kröfur stjórnvalda um lágmarks eigin fé og lágmarks arðsemi, það er hagnað í hlutfalli við eigið féð, fara saman við hagnað bankanna. Eigið fé viðskiptabankanna fjögurra er nú samtals tæplega 800 milljarðar króna. Það er há fjárhæð og samsvarar fasteignamati af öllu íbúðarhúsnæði í Garðabæ eða kostnaði af rekstri allra framhaldsskóla landsins í hátt í tvo áratugi. Ríkissjóður á nærri helminginn af þessu fé eða tæplega 400 milljarða króna í gegnum nær allt hlutafé í Landsbankanum og 44,25% hlut í Íslandsbanka. Þá fara lífeyrissjóðir alls með um fjórðungshlut í bönkunum, eða um 200 milljarða króna. Þannig eru nærri 600 milljarðar af eigin fé bankanna í beinni eða óbeinni eigu almennings í gegnum ríkið og lífeyrissjóði. Það er því mikið undir fyrir ríkissjóð og landsmenn alla að vel sé haldið utan um rekstur bankanna. Þetta mikla eigið fé er að miklu leyti afleiðing reglna sem löggjafinn og eftirlitsaðilinn hafa sett um lágmarks eigið fé banka. Reglurnar eru að stofninum til samevrópskar og taka mið af umfangi og samsetningu eigna og skulda hvers banka um sig og mati á ýmsum áhættuþáttum í rekstrinum. Reglurnar eru strangari hér en í löndunum í kringum okkur, en það hefur í för með sér að eiginfjárhlutfall íslenska bankakerfisins er það hæsta í Evrópu. Markmiðið er að tryggja öryggi í fjármálakerfinu, sem er af því góða, en á meðan eru fjármunirnir ekki nýttir til annarra verka. Svo að eigið féð haldi verðgildi sínu og ávaxtist í samræmi við áhættu setja eigendur fyrirtækja þeim kröfu um að skila ákveðinni arðsemi. Bankarnir sem ríkið fer með ráðandi hlut í, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa sett sér markmið um 10% arðsemi á ári, það er að hagnaður hvers árs nemi 10% af eigin fé bankanna. Til að ná hagnaði sem nemur 10% af 800 milljarða eigin fé þurfa viðskiptabankarnir fjórir því að skila hagnaði sem nemur samanlagt 80 milljörðum á ári. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fjögurra í heild á síðasta ári var lítillega undir því eða 72 milljarðar króna. Arðsemin árið 2022 var því áþekk og verðbólgu ársins, sem mældist 9,6%. Þannig stóð virði eigin fjár bankanna í heild um það bil í stað að raungildi á árinu 2022. Afkomutölurnar eru vissulega háar í öllu samhengi. En er einnig rökrétt afleiðing þeirrar umgjörðar sem búin hefur verið fjármálastarfsemi hér á landi. Þannig setur hið opinbera fram kröfur um lágmarks eigið fé banka (nú alls tæplega 800 milljarðar króna) og um leið kröfu um hvað teljist viðunandi hagnaður á ári, eða 10% af eigin fénu. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar niðurstaða reglubundinna uppgjöra bankanna er í samræmi við þann ramma sem stjórnvöld hafa markað fjármálastarfsemi í landinu. Enda markmiðið ekki síst að það almannafé sem bundið í eigin fé bankanna ávaxtist í samræmi við þá áhættu sem óhjákvæmilega er fólgin í bankarekstri. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Ingvar er greininga- og samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun