Giga bætist við Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Norbertas Giga sýndi styrk sinn með Haukum á síðustu leiktíð. Vísir/Diego Nýliðar Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta tilkynntu um sannkallaða „risaviðbót“ fyrir lok félagaskiptagluggans. Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“ UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira