„Alltaf verið bil á milli greiningartækninnar og þeirra sem eru að svindla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 20:01 Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Vísir/Arnar Mál ungrar skautakonu vakti töluverða athygli í vikunni en sú var dæmd í fjögurra ára keppnisbann þrátt fyrir að hafa verið aðeins 15 ára gömul þegar brotið átti sér stað. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir fá mál koma upp hér á landi og mikil áhersla sé lögð á fræðslu. Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
„Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00