„Alltaf verið bil á milli greiningartækninnar og þeirra sem eru að svindla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 20:01 Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Vísir/Arnar Mál ungrar skautakonu vakti töluverða athygli í vikunni en sú var dæmd í fjögurra ára keppnisbann þrátt fyrir að hafa verið aðeins 15 ára gömul þegar brotið átti sér stað. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir fá mál koma upp hér á landi og mikil áhersla sé lögð á fræðslu. Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Sjá meira
Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Sjá meira
„Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00