Tveir táningar dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á trans stúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 00:15 Mynd af morðingjunum tveimur, Scarlett Jenkinson og Eddie Ratcliffe. AP Tveir táningar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir morðið á trans stúlkunni Briönnu Ghey. Saksóknarar hafa lýst morðinu sem því óhugnanlegasta sem þau hafa unnið við og dómari segir trans hatur hafi drifið þau til glæpsins. Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman. Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Sjá meira
Dómari lýsti Scarlett Jenkinson, sextán ára áhugamanneskju um raðmorðingja, sem „drifkraftinum“ að baki morðinu og hlaut hún 22 ára dóm að lágmarki sem getur þó orðið að lífstíðardómi. Eddie Ratcliffe, þögull sextán ára kikkboxari, hlaut tuttugu ára dóm fyrir sinn þátt í glæpnum. „Þið áttuð bæði þátt í óhugnanlegu og skipulögðu morði sem var sadískt og ein hvötin fyrir því var andúð í garð Briönnu vegna trans kynvitundar hennar,“ sagði Amanda Yip, dómari, þegar hún kvað upp dóminn. Yip sagði Jenkinson hafa verið drifna áfram af „djúpri morðþrá“ og það hafi valdið sér áhyggjum að heyra Jenkinson lýsa því yfir að hún vildi drepa að nýju. Jenkinson hafi samið sérstakan „morðlista“ þar sem hún skráði þá sem hún vildi drepa. Fannst spennandi að stinga og vildi geyma líkamsleifar Dómarinn varaði hina seku einnig við því að hugsanlega yrðu þau aldrei látin laus ef þau „yrðu áfram hættuleg“ en þau verða flutt í fangelsi við átján ára aldur og þurfa fyrst að afplána lágmarksrefsingar sínar áður en þau geta hlotið mögulega reynslulausn. Brianna Ghey hafði verið vinsæl á TikTok fyrir að vekja athygli á trans málefnum.AP Jenkinson hafði lýst sig saklausa af morðinu og kenndi Ratcliffe um það en viðurkenndi hins vegar að hafa tekið þátt í að stinga hana. Brianna var stungin 28 sinnum af parinu. Þá sagði Jenkinson við sálfræðing að hún hefði stungið Briönnu ítrekað og fundist það „spennandi“ og hún hafi drepið hana af því hún taldi Briönnu ekki vilja vera vinkonu sína lengur. Hún hafi myrt hana svo hún gæti alltaf verið með henni. Einnig viðurkenndi Jenkinson, sem var með raðmorðingja á heilanum, við sálfræðing að hún hygðist geyma líkamsparta Briönnu sem minjagrip og þá á hún hafa sagt við Ratcliffe að hún vildi eiga „fallegu augu“ Briönnu. Jenkinson virðist þó ekki hafa staðið við þau orð. Lenti á morðlista parsins Morðið hafði verið skipulagt vel og var langur aðdragandi að því. Jenkinson hafði fengið Briönnu á heilann og setti hana á endanum á lista yfir fólk sem þau ætluðu að drepa. Hinir á listanum voru fjórir drengir sem þeim var illa við. Einn þeirra var strákur sem Ratcliffe fannst vera „perri“, annar sem Ratcliffe taldi vera andstæðing sinn í ástum og tveir sem höfðu verið leiðinlegir við kærasta Jenkinson. Eftir að þeim mistókst að blekkja einn strákanna með fölskum aðgangi á samfélagsmiðlum beindu þau sjónum sínum að Briönnu af því það yrði „auðveldara“ að drepa hana. Morðið skipulagt í þaula Frá því voru fimmtán ára hófu þau að skipuleggja morðið í þaula og skrifaði Jenkinson ítarlega áætlun um hvar, hvenær og hvernig þau ætluðu að drepa hana. Þau voru meira að segja búin að ákveða að stikkorðið „gay“ myndi tákna upphafið að morðtilrauninni. Þau fylgdu áætluninni síðan nákvæmlega eftir og stungu Briönnu 28 sinnum áður en þau voru trufluð af hjónum sem voru úti að ganga með hundinn sinn. Esther Ghey, móðir Briönnu, sagði í yfirlýsingu sem var lesin í dómsalnum að hún fyndi til með morðingjunum af því þau hefðu líka eyðilagt sitt eigið líf. Hins vegar hafi þau ekki fundið til neinnar samúðar með Briönnu þegar þau réðust á hana og skildu hana eftir til að deyja. Árásin hafi verið framin af því annað þeirra hataði trans fólk og af því hitt hélt að það yrði gaman.
Bretland Málefni trans fólks England Tengdar fréttir Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33 Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Sjá meira
Dæmd fyrir morðið á Briönnu Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði. 20. desember 2023 23:33
Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 14. febrúar 2023 13:11