Handbolti

Stjarnan fór upp fyrir Aftur­eldingu í deildinni

Dagur Lárusson skrifar
Helena Rut var öflug í kvöld.
Helena Rut var öflug í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Stjarnan fór með sigur af hólmi er liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbænum í Olís-deild kvenna í kvöld.

Það má segja að þetta hafi verið botnslagur þar sem liðin voru í sjötta og sjöunda sæti fyrir leikinn. Afturelding var í sjötta sætinu með sex stig á meðan Stjarnan var í sjöunda sætinu með fimm.

Stjarnan var hinsvegar mikið sterkari aðilinn frá upphafi til enda og var með forystuna allan leikinn. Helena Rut Örvarsdóttir fór sem fyrr fyrir liði Stjörnunnar en hún var markahæst hjá liðinu með sjö mörk en næst á eftir henni var Hanna Guðrún Hauksdóttir með fimm mörk.

Sylvía Björt Blöndal var markahæst hjá Aftureldingu með níu mörk en lokatölur leiksins voru 20-32 eftir að staðan var 10-14 í hálfleik.

Eftir leikinn er Stjarnan því komin upp fyrir Aftureldingu í töflunni með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×