Úrslitaleikur HM 2026 verður spilaður í New Jersey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Metlife leikvangurinn er heimavöllur NFL-liðanna frá New York borg. Leikvangurinn hýsti Super Bowl leikinn árið 2014. Getty/John Moore Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið það hvar leikirnir verða spilaðir á næsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc HM 2026 í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira