„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:27 Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir fyrirhugað verkfall nemenda í Hagaskóla á morgun algjörlega sjálfsprottið hjá nemendum og að skólinn komi ekkert að skipulagningu þess. Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað. Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað.
Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira