Um tilvistarógn, fordóma og Háskólann á Bifröst Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 5. febrúar 2024 12:31 Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að verja drjúgum hluta starfsævinnar við þann skóla sem heitir í dag Háskólinn á Bifröst, en hét, þegar ég kenndi mitt fyrsta námskeið þar í fjarnámi haustið 1999, Samvinnuháskólinn. Þá var ég sjálfur í námi við Cambridge háskóla í Englandi, en flutti þaðan upp í Norðurárdalinn haustið 2000 með mína litlu fjölskyldu og tók við starfi sem aðjúnkt við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, skólinn breyst og gengið í gegnum ýmsilegt og ég með honum. Tvennt hefur þó aldrei breyst. Í fyrsta lagi að skólinn hefur alltaf búið við tilvistarógn. Það er umhverfi sem allir þeir sem vinna í fyrirtækjum á almennum markaði þekkja vel, en fólk í akademíu síður og í öðru lagi; það hafa alltaf verið raddir þarna úti sem hafa haldið því fram að þetta væri nú ekki “alvöru” skóli. Þessi tvö stef hafa fylgt skólanum alla tíð frá því hann var stofnaður fyrir 105 árum, frostaveturinn mikla 1918 og fyrir því eru tvær ástæður. Hann hefur aldrei verið opinber skóli og því þurft að treysta, umfram opinberu skólana á velvilja og stuðning stjórnmálamanna á hverjum tíma, og, hin síðari ár, að stórum hluta á annarskonar innkomu en greiðslur af fjárlögum. Hin ástæðan snertir tilgang hans og markmið. Skólinn átti sér fyrirmynd sem stofnandinn, Jónas Jónsson frá Hriflu, þekkti vel, enda hafði hann stundað þar nám. Ruskin College, í Oxford í Englandi. Sá skóli var stofnaður af tveimur bandarískum sósíalistum seint á 19. öld til að brjóta upp elítumenntun Bretlandseyja og mennta leiðtoga fyrir verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu og það var markmið Jónasar líka. Í því fólst að koma til mennta fólki sem hafði, félagslegrar stöðu sinnar vegna, ekki tök á að stunda hið hefðbundna og elítumiðaða nám sem til staðar var í öðrum skólum á sama skólastigi. Og gera það að foringjum atvinnulífs og samfélags. Skólinn starfaði fyrstu 37 árin í Reykjavík, að Sölvhólsgötu, þar sem höfuðstöðvar Sambands íslenskra samvinnufélaga voru lengi. Þegar Jónas lét af störfum sem skólastjóri árið 1955 var hann fluttur að Bifröst í Borgarfirði, þar sem Sambandið átti sveitasetur. Þessi uppruni og tilgangur skólans gerði það að verkum að hin hefðbundna elíta leit dálítið niður á hann, enda var hann skóli sem menntaði “pöpulinn” til að standa uppi í hárinu á henni. Dæmi frá síðari tímum um nákvæmlega þetta var þegar skólinn fór - fyrstur íslenskra skóla utan Háskóla Íslands - að bjóða upp á laganám árið 2001. Þá var nú eins og himinn og jörð væri að farast í ýmsum kreðsum og ýmislegt gert til að bregða fæti fyrir þessar fyrirætlanir. En Bifröst naut þá skjóls í framsýnu menntamálaráðuneyti Björns Bjarnasonar og hefur menntað viðskiptalögfræðinga síðan. Nú, 23 árum síðar, hafa lögfræðingar af Bifröst sannað sig rækilega, þó ég efist ekki um að þau hafa mörg þurft að mæta fordómum þeirra sem hafa átt erfitt með að sætta sig við uppbrot einokunarkerfisins og aðgönguhindrananna sem giltu í laganámi á Íslandi alla tuttugustu öldina. Þetta er tilgangur og markmið skólans enn þann dag í dag. Í dag er hann skóli sem þau sækja sem ekki hafa tök á því að hætta í vinnunni til að stunda háskólanám og kjósa að stunda það á sínum tíma á sínum hraða. Hátt hlutfall nemenda á Bifröst býr á landsbyggðinni. Það er fólk sem kýs Bifröst sem sinn háskóla, vegna þess að það kærir sig ekki um að flytja til Reykjavíkur til að stunda nám. Þessu hlutverki sínu sinnir skólinn með því að bjóða upp á besta fjarnám sem finna má á Íslandi. Fjarnám, sem engu að síður nær að vera persónulegt, sökum þeirrar einstaklingsmiðuðu kennslufræði sem skólinn vinnur eftir og hefur alla tíð gert. Kannanir sem skólinn gerir árlega sýna að þetta er okkur á Bifröst að takast og ánægja nemenda með kennslu og námsfyrirkomulag er mjög mikil. Einnig er skólinn nýkominn út úr ströngu alþjóðlegu gæðamati gæðanefndar háskólastigsins, sem hann stóðst með glæsibrag og er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samning við íslenska ríkið. Til að mæta tilvistarógninni hefur skólinn stöðugt þurft að gæta að því að endurnýja sig reglulega, bjóða upp á nýjar námslínur og styrkja þjónustuna við nemendur. Fyrir þau sem þekkja til þess hugtaks úr viðskiptalífinu þá er hann e.k. “blue ocean” fyrirtæki. Hann þarf alltaf að vera skrefi á undan keppinautunum. Stundum tekst það vel og stundum síður, eins og gengur. Skólinn hefur einnig verið að sækja mjög í sig veðrið þegar kemur að hinu hlutverki háskóla, meðfram kennslu, sem er það að sinna rannsóknum. Við skólann starfa í dag hátt í 60 rannsakendur sem eru metnir á hverju ári af rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands á sama hátt og rannsakendur þess skóla. Þar hefur virknin og fjöldi rannsóknarstiga sem akademískt starfsfólk á Bifröst vinnur skólanum inn stöðugt farið vaxandi. Af þessum hópi eru 7 dósentar og 9 prófessorar, en það eru starfsheiti sem eru í beinu samhengi við rannsóknarvirkni viðkomandi kennara. Einnig er skólinn í fjölþættu alþjóðlegu samstarfi og samstarfsnetum og hefur notið góðs af styrkjum Evrópusambandsins í því sambandi. Við hann eru í dag þrjár háskóladeildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Að sama skapi hafa nemendur við skólann aldrei verið fleiri, rúmlega 1000 og eru um 40% þeirra nemendur á meistarastigi. Fjármál hans hafa líka sjaldan verið í betra horfi. Undanfarið hefur vaknað í fjölmiðlum umræða um skólann í tengslum við annarsvegar bágt ástand bygginga í háskólaþorpinu á Bifröst og hinsvegar hugmyndir um sameiningu skólans við Háskólann á Akureyri. Eins og oft vill verða, er að finna í henni þessa tvo þræði sem áður eru nefndir, annarsvegar spádóma um að hann sé að leggja upp laupana (tilvistarógnin) og hinsvegar illa duldir fordómar um að hann sé nú ekki “alvöru” háskóli - þar sem námið sé nú allt í fjarnámi. Hann sé einskonar “samfélagsmiðlaútgáfa” af háskóla. Jafnvel nokkurskonar “bréfaskóli.” Jafnvel mátti ítrekað lesa í gegnum línurnar í grein sem skrifuð var á vefútgáfu Heimildannar í síðustu viku að starfsfólk skólans væri nú líklega eitthvað minnipokafólk, sem fengi nú sennilega enga vinnu ef skólinn hætti starfsemi sinni. Gott og vel, eftir 25 ár af Bifröst er ég, eins og flest okkar, orðinn vanur þessu. Í gegnum tíðina hefur skólinn útskrifað þúsundir Íslendinga og jafnan verið síðasti viðkomustaður þeirra áður en út í atvinnulífið er haldið. Mjög margir útskrifaðir Bifrestingar hafa komist til æðstu metorða í sínum geirum; viðskiptum, stjórnmálum og opinberri þjónustu, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ófáir bæjar- og sveitarstjórar eru af Bifröst. Aðrir hafa verið burðarásar í sínum fyrirtækjum eða stofnunum. Margir stofnað sín eigin fyrirtæki, hin síðari ár mörg hver í lögmennsku. Við á Bifröst erum sérstaklega stolt af nemendunum okkar, sem kallast einu nafni Bifrestingar - jafnvel þau sem útskrifuðust úr Samvinnuskólanum í Reykjavík. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi sem stjórnandi við skólann að taka á móti útskrifuðum nemendum sem eru að fagna útskrifarafmæli sínu, meira að segja frá Jónasartímanum, þ.e. frá því fyrir 1955. Öll sem ég hef hitt hugsa hlýlega til skólans og þakka honum margt af því sem þau hafa áorkað í sínum störfum. Þegar maður hittir Bifrestinga sem maður hefur kennt, er það eins og að hitta gamla vini. Þannig er þessi skóli. Þannig hefur hann alltaf verið og það hefur ekkert breyst. Nú er því miður svo komið að skólahúsnæðið á Bifröst, þessum fallega stað í Norðurárdal, er, eins og svo mörg slík hús á Íslandi, skemmt af myglu. Jafnvel nýja koparklædda aðalbyggingin sem vígð var árið 2002. Þessi hús eru því lokuð í dag og Háskólinn heldur því vinnuhelgarnar sínar, þar sem nemendur hittast í eigin persónu, annarsstaðar í Borgarfirði. Eins og oft gerist þegar upp koma áskoranir leiðir það til nýrrar hugsunar og uppúr þessari nýju stöðu fæddist sú hugmynd að sameina Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri. Vinna við að kanna fýsileika þess hófst síðasta haust. Undanfarið hefur starfsfólk við Háskólann á Akureyri og aðrir aðilar nyrðra, lýst áhyggjum sínum af þessari fyrirhuguðu sameiningu. Það er ekkert nema gott að fram vari vönduð og vel ígrunduð umræða um þetta skref og að öll fái að lýsa sínum ítrustu áhyggjum af framtíð þessara mikilvægu stofnana. Verði af þessari sameiningu, þá þarf hún að vera á þeim forsendum að sérstöku hlutverki beggja skóla sé sýnd virðing og um það sé staðinn vörður. Sérstakt hlutverk Háskólans á Akureyri, til hliðar við hið akademíska starf, er að tryggja að á Akureyri - og á landsbyggðinni þar af leiðandi - sé að finna öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið, sem ákjósanlegur staður til að búa, nema og starfa. Sérstakt hlutverk Háskólans á Bifröst er, eins og áður segir, að tryggja aðgengi þeirra sem ekki eiga kost á háskólanámi með hefðbundnum hætti, m.a. sökum búsetu á landsbyggðinni, að því, og mennta forystufólk fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag. Að mínu mati geta þessi hlutverk farið vel saman. Ef ég hef skilið umræðuna rétt er helsti þráðurinn í áhyggjum fólks fyrir norðan sá að akademíkerar á Bifröst búi flestir í höfuðborginni og geti sinnt sinni kennslu hvar sem er og að hugsanlega myndi það gerast líka fyrir norðan að akademískt starfsfólk þar myndi “sogast suður”, ef hluti starfsfólksins væri þar. Ég ætla að leyfa mér að efast um það og færa fyrir þeirri skoðun minni rök. Í fyrsta lagi er Háskólinn á Bifröst ekki í þéttbýli. Á Bifröst hefur varla búið nokkur akademískur starfsmaður í 20 ár. Akureyri er á hinn bóginn öflugt þéttbýli og ég vil leyfa mér að kalla hana borg, þó ekki sé ennþá búið að viðurkenna þá stöðu hennar á viðeigandi stöðum. Hún er engu að síður “hin borgin” á Íslandi með allt það sem gott borgarsvæði hefur upp á að bjóða. Öflugt atvinnulíf, góða skóla á öllum skólastigum, kröftugt íþrótta- og menningarlíf, fallegt borgarlandslag og óviðjafnanlega náttúru. Ég vil halda því fram að líklegra væri að akademískt starfsfólk á Bifröst myndi “sogast norður”, en öfugt, en það er auðvitað bara mín skoðun. Að auki myndu verða til öflugri háskóladeildir en til staðar eru í dag, með fleira fræðafólki og rannsakendum á fjölbreyttari sviðum við þessa mögulegu aðra stærstu háskólastofnun landsins. Háskólastofnun með höfuðstöðvar og meginhluta síns akademíska starfs utan höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið á Akureyri. Margar af námsbrautum þessara tveggja skóla tala sérlega vel saman. Dæmi um slíkt er lögreglunámið á Akureyri og meistaranámið í áfallastjórnun á Bifröst, sem og fyrirhuguð námslína á Bifröst í öryggisfræði. Bifröst kæmi líka með nýja vídd inn í námið á Akureyri, sem snýr að menningarstjórnun og skapandi greinum, en ófáir stjórnendur íslenskra menningarstofnana hafa meistaragráðuna í menningarstjórnun frá Bifröst og má segja að hún sé nánast orðin de rigueur þegar stjórnendastörf í menningargeiranum eru auglýst. Einnig veit ég að sérstaða Háskólans á Akureyri í norðurslóðamálum er eitthvað sem myndi teiknast vel inn í það sem við á Bifröst erum að gera í öllum deildum. En umræðan þarf að fá að þroskast og við sem störfum í feltinu að kynnast. Á meðan það gerist höldum við á Bifröst áfram okkar starfi, þrátt fyrir allt og allt, eins og við höfum gert síðustu 105 árin. Höfundur er dósent og fv. rektor Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að verja drjúgum hluta starfsævinnar við þann skóla sem heitir í dag Háskólinn á Bifröst, en hét, þegar ég kenndi mitt fyrsta námskeið þar í fjarnámi haustið 1999, Samvinnuháskólinn. Þá var ég sjálfur í námi við Cambridge háskóla í Englandi, en flutti þaðan upp í Norðurárdalinn haustið 2000 með mína litlu fjölskyldu og tók við starfi sem aðjúnkt við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, skólinn breyst og gengið í gegnum ýmsilegt og ég með honum. Tvennt hefur þó aldrei breyst. Í fyrsta lagi að skólinn hefur alltaf búið við tilvistarógn. Það er umhverfi sem allir þeir sem vinna í fyrirtækjum á almennum markaði þekkja vel, en fólk í akademíu síður og í öðru lagi; það hafa alltaf verið raddir þarna úti sem hafa haldið því fram að þetta væri nú ekki “alvöru” skóli. Þessi tvö stef hafa fylgt skólanum alla tíð frá því hann var stofnaður fyrir 105 árum, frostaveturinn mikla 1918 og fyrir því eru tvær ástæður. Hann hefur aldrei verið opinber skóli og því þurft að treysta, umfram opinberu skólana á velvilja og stuðning stjórnmálamanna á hverjum tíma, og, hin síðari ár, að stórum hluta á annarskonar innkomu en greiðslur af fjárlögum. Hin ástæðan snertir tilgang hans og markmið. Skólinn átti sér fyrirmynd sem stofnandinn, Jónas Jónsson frá Hriflu, þekkti vel, enda hafði hann stundað þar nám. Ruskin College, í Oxford í Englandi. Sá skóli var stofnaður af tveimur bandarískum sósíalistum seint á 19. öld til að brjóta upp elítumenntun Bretlandseyja og mennta leiðtoga fyrir verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu og það var markmið Jónasar líka. Í því fólst að koma til mennta fólki sem hafði, félagslegrar stöðu sinnar vegna, ekki tök á að stunda hið hefðbundna og elítumiðaða nám sem til staðar var í öðrum skólum á sama skólastigi. Og gera það að foringjum atvinnulífs og samfélags. Skólinn starfaði fyrstu 37 árin í Reykjavík, að Sölvhólsgötu, þar sem höfuðstöðvar Sambands íslenskra samvinnufélaga voru lengi. Þegar Jónas lét af störfum sem skólastjóri árið 1955 var hann fluttur að Bifröst í Borgarfirði, þar sem Sambandið átti sveitasetur. Þessi uppruni og tilgangur skólans gerði það að verkum að hin hefðbundna elíta leit dálítið niður á hann, enda var hann skóli sem menntaði “pöpulinn” til að standa uppi í hárinu á henni. Dæmi frá síðari tímum um nákvæmlega þetta var þegar skólinn fór - fyrstur íslenskra skóla utan Háskóla Íslands - að bjóða upp á laganám árið 2001. Þá var nú eins og himinn og jörð væri að farast í ýmsum kreðsum og ýmislegt gert til að bregða fæti fyrir þessar fyrirætlanir. En Bifröst naut þá skjóls í framsýnu menntamálaráðuneyti Björns Bjarnasonar og hefur menntað viðskiptalögfræðinga síðan. Nú, 23 árum síðar, hafa lögfræðingar af Bifröst sannað sig rækilega, þó ég efist ekki um að þau hafa mörg þurft að mæta fordómum þeirra sem hafa átt erfitt með að sætta sig við uppbrot einokunarkerfisins og aðgönguhindrananna sem giltu í laganámi á Íslandi alla tuttugustu öldina. Þetta er tilgangur og markmið skólans enn þann dag í dag. Í dag er hann skóli sem þau sækja sem ekki hafa tök á því að hætta í vinnunni til að stunda háskólanám og kjósa að stunda það á sínum tíma á sínum hraða. Hátt hlutfall nemenda á Bifröst býr á landsbyggðinni. Það er fólk sem kýs Bifröst sem sinn háskóla, vegna þess að það kærir sig ekki um að flytja til Reykjavíkur til að stunda nám. Þessu hlutverki sínu sinnir skólinn með því að bjóða upp á besta fjarnám sem finna má á Íslandi. Fjarnám, sem engu að síður nær að vera persónulegt, sökum þeirrar einstaklingsmiðuðu kennslufræði sem skólinn vinnur eftir og hefur alla tíð gert. Kannanir sem skólinn gerir árlega sýna að þetta er okkur á Bifröst að takast og ánægja nemenda með kennslu og námsfyrirkomulag er mjög mikil. Einnig er skólinn nýkominn út úr ströngu alþjóðlegu gæðamati gæðanefndar háskólastigsins, sem hann stóðst með glæsibrag og er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samning við íslenska ríkið. Til að mæta tilvistarógninni hefur skólinn stöðugt þurft að gæta að því að endurnýja sig reglulega, bjóða upp á nýjar námslínur og styrkja þjónustuna við nemendur. Fyrir þau sem þekkja til þess hugtaks úr viðskiptalífinu þá er hann e.k. “blue ocean” fyrirtæki. Hann þarf alltaf að vera skrefi á undan keppinautunum. Stundum tekst það vel og stundum síður, eins og gengur. Skólinn hefur einnig verið að sækja mjög í sig veðrið þegar kemur að hinu hlutverki háskóla, meðfram kennslu, sem er það að sinna rannsóknum. Við skólann starfa í dag hátt í 60 rannsakendur sem eru metnir á hverju ári af rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands á sama hátt og rannsakendur þess skóla. Þar hefur virknin og fjöldi rannsóknarstiga sem akademískt starfsfólk á Bifröst vinnur skólanum inn stöðugt farið vaxandi. Af þessum hópi eru 7 dósentar og 9 prófessorar, en það eru starfsheiti sem eru í beinu samhengi við rannsóknarvirkni viðkomandi kennara. Einnig er skólinn í fjölþættu alþjóðlegu samstarfi og samstarfsnetum og hefur notið góðs af styrkjum Evrópusambandsins í því sambandi. Við hann eru í dag þrjár háskóladeildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Að sama skapi hafa nemendur við skólann aldrei verið fleiri, rúmlega 1000 og eru um 40% þeirra nemendur á meistarastigi. Fjármál hans hafa líka sjaldan verið í betra horfi. Undanfarið hefur vaknað í fjölmiðlum umræða um skólann í tengslum við annarsvegar bágt ástand bygginga í háskólaþorpinu á Bifröst og hinsvegar hugmyndir um sameiningu skólans við Háskólann á Akureyri. Eins og oft vill verða, er að finna í henni þessa tvo þræði sem áður eru nefndir, annarsvegar spádóma um að hann sé að leggja upp laupana (tilvistarógnin) og hinsvegar illa duldir fordómar um að hann sé nú ekki “alvöru” háskóli - þar sem námið sé nú allt í fjarnámi. Hann sé einskonar “samfélagsmiðlaútgáfa” af háskóla. Jafnvel nokkurskonar “bréfaskóli.” Jafnvel mátti ítrekað lesa í gegnum línurnar í grein sem skrifuð var á vefútgáfu Heimildannar í síðustu viku að starfsfólk skólans væri nú líklega eitthvað minnipokafólk, sem fengi nú sennilega enga vinnu ef skólinn hætti starfsemi sinni. Gott og vel, eftir 25 ár af Bifröst er ég, eins og flest okkar, orðinn vanur þessu. Í gegnum tíðina hefur skólinn útskrifað þúsundir Íslendinga og jafnan verið síðasti viðkomustaður þeirra áður en út í atvinnulífið er haldið. Mjög margir útskrifaðir Bifrestingar hafa komist til æðstu metorða í sínum geirum; viðskiptum, stjórnmálum og opinberri þjónustu, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ófáir bæjar- og sveitarstjórar eru af Bifröst. Aðrir hafa verið burðarásar í sínum fyrirtækjum eða stofnunum. Margir stofnað sín eigin fyrirtæki, hin síðari ár mörg hver í lögmennsku. Við á Bifröst erum sérstaklega stolt af nemendunum okkar, sem kallast einu nafni Bifrestingar - jafnvel þau sem útskrifuðust úr Samvinnuskólanum í Reykjavík. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi sem stjórnandi við skólann að taka á móti útskrifuðum nemendum sem eru að fagna útskrifarafmæli sínu, meira að segja frá Jónasartímanum, þ.e. frá því fyrir 1955. Öll sem ég hef hitt hugsa hlýlega til skólans og þakka honum margt af því sem þau hafa áorkað í sínum störfum. Þegar maður hittir Bifrestinga sem maður hefur kennt, er það eins og að hitta gamla vini. Þannig er þessi skóli. Þannig hefur hann alltaf verið og það hefur ekkert breyst. Nú er því miður svo komið að skólahúsnæðið á Bifröst, þessum fallega stað í Norðurárdal, er, eins og svo mörg slík hús á Íslandi, skemmt af myglu. Jafnvel nýja koparklædda aðalbyggingin sem vígð var árið 2002. Þessi hús eru því lokuð í dag og Háskólinn heldur því vinnuhelgarnar sínar, þar sem nemendur hittast í eigin persónu, annarsstaðar í Borgarfirði. Eins og oft gerist þegar upp koma áskoranir leiðir það til nýrrar hugsunar og uppúr þessari nýju stöðu fæddist sú hugmynd að sameina Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri. Vinna við að kanna fýsileika þess hófst síðasta haust. Undanfarið hefur starfsfólk við Háskólann á Akureyri og aðrir aðilar nyrðra, lýst áhyggjum sínum af þessari fyrirhuguðu sameiningu. Það er ekkert nema gott að fram vari vönduð og vel ígrunduð umræða um þetta skref og að öll fái að lýsa sínum ítrustu áhyggjum af framtíð þessara mikilvægu stofnana. Verði af þessari sameiningu, þá þarf hún að vera á þeim forsendum að sérstöku hlutverki beggja skóla sé sýnd virðing og um það sé staðinn vörður. Sérstakt hlutverk Háskólans á Akureyri, til hliðar við hið akademíska starf, er að tryggja að á Akureyri - og á landsbyggðinni þar af leiðandi - sé að finna öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið, sem ákjósanlegur staður til að búa, nema og starfa. Sérstakt hlutverk Háskólans á Bifröst er, eins og áður segir, að tryggja aðgengi þeirra sem ekki eiga kost á háskólanámi með hefðbundnum hætti, m.a. sökum búsetu á landsbyggðinni, að því, og mennta forystufólk fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag. Að mínu mati geta þessi hlutverk farið vel saman. Ef ég hef skilið umræðuna rétt er helsti þráðurinn í áhyggjum fólks fyrir norðan sá að akademíkerar á Bifröst búi flestir í höfuðborginni og geti sinnt sinni kennslu hvar sem er og að hugsanlega myndi það gerast líka fyrir norðan að akademískt starfsfólk þar myndi “sogast suður”, ef hluti starfsfólksins væri þar. Ég ætla að leyfa mér að efast um það og færa fyrir þeirri skoðun minni rök. Í fyrsta lagi er Háskólinn á Bifröst ekki í þéttbýli. Á Bifröst hefur varla búið nokkur akademískur starfsmaður í 20 ár. Akureyri er á hinn bóginn öflugt þéttbýli og ég vil leyfa mér að kalla hana borg, þó ekki sé ennþá búið að viðurkenna þá stöðu hennar á viðeigandi stöðum. Hún er engu að síður “hin borgin” á Íslandi með allt það sem gott borgarsvæði hefur upp á að bjóða. Öflugt atvinnulíf, góða skóla á öllum skólastigum, kröftugt íþrótta- og menningarlíf, fallegt borgarlandslag og óviðjafnanlega náttúru. Ég vil halda því fram að líklegra væri að akademískt starfsfólk á Bifröst myndi “sogast norður”, en öfugt, en það er auðvitað bara mín skoðun. Að auki myndu verða til öflugri háskóladeildir en til staðar eru í dag, með fleira fræðafólki og rannsakendum á fjölbreyttari sviðum við þessa mögulegu aðra stærstu háskólastofnun landsins. Háskólastofnun með höfuðstöðvar og meginhluta síns akademíska starfs utan höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið á Akureyri. Margar af námsbrautum þessara tveggja skóla tala sérlega vel saman. Dæmi um slíkt er lögreglunámið á Akureyri og meistaranámið í áfallastjórnun á Bifröst, sem og fyrirhuguð námslína á Bifröst í öryggisfræði. Bifröst kæmi líka með nýja vídd inn í námið á Akureyri, sem snýr að menningarstjórnun og skapandi greinum, en ófáir stjórnendur íslenskra menningarstofnana hafa meistaragráðuna í menningarstjórnun frá Bifröst og má segja að hún sé nánast orðin de rigueur þegar stjórnendastörf í menningargeiranum eru auglýst. Einnig veit ég að sérstaða Háskólans á Akureyri í norðurslóðamálum er eitthvað sem myndi teiknast vel inn í það sem við á Bifröst erum að gera í öllum deildum. En umræðan þarf að fá að þroskast og við sem störfum í feltinu að kynnast. Á meðan það gerist höldum við á Bifröst áfram okkar starfi, þrátt fyrir allt og allt, eins og við höfum gert síðustu 105 árin. Höfundur er dósent og fv. rektor Háskólans á Bifröst.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun