Ef hval rekur á fjörur manns: Hvar er staður hvalanna í hjörtum Íslendinga? Svava Þorsteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Hvalir eiga sér djúpar rætur í þjóðarsál okkar Íslendinga. Í þrettán vikur hugsuðum við, þriðja árs nemar í vöruhönnun í Listaháskólanum um hvali, sem var rannsóknarefnið okkar, svo mikið að okkur var byrjað að dreyma þá á nóttunni líka. En eftir því sem við lærðum meira um hvali uppgötvuðum við líka hve lítið við mannfólkið vitum í raun um það sem fer fram undir yfirborði sjávar í samfélögum hvalanna. Mystík umlykur ennþá dýrin sem sögðu skilið við þurrt land fyrir hundruðum milljóna ára og urðu að hvölum sem drottna nú yfir hljóðum heimi hafsins. Eins ólík og við erum innan vöruhönnunarbekksins áttum við öll það sameiginlegt að við fylltumst djúpri lotningu gagnvart þeim. Við settum upp sýningu sem bar titilinn „Ef hval rekur á fjörur manns.“ Okkur langaði til að miðla áfram þessari lotningu gagnvart hvölum til annarra í gegnum hönnun. Titillinn vísar meðal annars í þau skipti sem hval hefur rekið óvænt á land hér á Íslandi áður fyrr, en þá gat verið um að ræða lífsbjörg fyrir heila byggð. Til þess má einmitt rekja að orðið hvalreki merkir einnig „óvænt stórhapp“ í íslensku tungumáli. Hvalurinn hefur birst okkur í íslenskum þjóðsögum bæði sem verndari eða bjargvættur og sem hættulegt sjávarskrímsli, alveg eins og náttúran getur oft virst ógnvænleg en einnig verið okkur gjöful. Okkur stafar engin hætta af hvölunum í dag. Þar að auki höfum við nú hvorki þörf né löngun til þess að borða kjöt þeirra. En það má velta því fyrir sér hvernig við getum heiðrað þau skipti sem hvalurinn hefur bjargað okkur. Er ekki það minnsta sem við getum gert að leyfa þeim að vera í friði? Höfundur er nemi í vöruhönnun.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar