Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað? Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 6. febrúar 2024 07:02 Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar