Hver er þinn hirðir? Ingólfur Gíslason skrifar 7. febrúar 2024 11:00 Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekki einu sinni af þessum góða peningahirði. En nú veit ég að bæði ég og þau sem ég kaupi vörur og þjónustu af borga honum svolítið klink við öll þessi viðskipti. Safnast er saman kemur og tugir milljarða eru hirtir á ári hverju með þessum hætti. En þó að mér þyki þetta dálítið skrítið þá er það ekkert miðað við þá uppgötvun að í hvert skipti sem ég borga með korti í mörgum búðum hér á landi renna peningar til landtökunýlendunnar Ísraels í Palestínu. Því stærsti færsluhirðirinn hér á landi er í eigu fólks sem býr í þessu hernámsríki. Fyrirtæki þeirra heitir Rapyd. Og við þetta fyrirtæki versla margar búðir og stofnanir. Fyrirtækið borgar skatta í hernámsríkinu og þess vegna renna mínir peningar beint í rekstur stríðsvélar Ísraels sem Alþjóðadómstóllinn í Haag telur rökstuddan grun um að fremji þjóðarmorð á íbúum Gaza í Palestínu! Og ekki nóg með það, heldur hefur forstjóri fyrirtækisins lýst því opinberlega yfir að hann telji engar fórnir á lífum Palestínumanna of miklar til að ná sigri. Með öðrum orðum þá styður hann opinberlega þjóðarmorð hernámsliðsins á íbúum Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher þegar drepið um 30 þúsund manns í yfirstandandi hópmorði, þar af að minnsta kosti 12 þúsund börn. Á hverjum degi slátrar Ísrael um 100 börnum til viðbótar. Þetta fjármagna ég með mínum kortaviðskiptum við matvörubúðir eins og Bónus, Hagkaup og Nettó, svo ekki sé minnst á ríkisstofnanir sem eru í viðskiptum við Rapyd gegnum Ríkiskaup. Þetta þýðir að hver greiðsla til ríkisstofnunnar á Íslandi gefur Ísraelsher nokkrar krónur til að drepa fleiri. Ég legg til að samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði ekki endurnýjaður, en hann gildir einmitt til 19. þessa mánaðar. Við getum kallað þetta frystingu á viðskiptum þar til Alþjóðadómstóllinn hefur endanlega úrskurðað um þjóðarmorðið. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta“ segir í sálminum góða. Rapyd er ekki minn færsluhirðir og mig mun ekkert bresta. Ég versla almennt ekki lengur við Bónus og ekki við Hagkaup og ekki við Nettó. Í neyð hef ég notað seðla. Ég athuga á vefsíðunni hirdir.is hvort fyrirtæki hafa Rapyd fyrir færsluhirði. Engin réttlát manneskja borgar með korti ef það þýðir að fjármagn renni til þjóðarmorðingja og stuðningsmanna þjóðarmorðs. Forðist Bónus, Hagkaup og Nettó, og önnur fyrirtæki þar til þau hafa fært sig frá vonda hirðinum. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar