„Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 15:30 Dak Prescott stýrir sóknarleik Dallas Cowboys liðsins og gerði það frábærlega stærsta hluta tímabilsins en þegar á reyndi þá gekk ekkert upp. Getty/Richard Rodriguez Það kom einum sérfræðingi Lokasóknarinnar ekkert á óvart að ekkert yrði úr tímabilinu hjá Kúrekunum frá Dallas. Dallas Cowboys liðið leit rosalega vel út á tímabili en leiktímabil liðsins endaði snemma eins og svo oft áður. Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið NFL Lokasóknin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið
NFL Lokasóknin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira