Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 08:01 Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson kepptu í því hvor þeirra veit meira um Super Bowl. Vísir Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira