Við eldri þvælumst ekki fyrir Jón Ragnar Björnsson skrifar 9. febrúar 2024 06:31 Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun