Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 10:31 Lamar Jackson með verðlaun sín sem mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar. AP/Matt York Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti