Stólarnir hafa ekki fagnað sigri í Garðabænum í 62 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 15:01 Keyshawn Woods í leik með Tindastól í Garðabænum á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Stólarnir eru í óvæntri stöðu í karlakörfunni og tap í kvöld gæti orðið Íslandsmeisturunum frá Sauðárkróki mjög dýrkeypt í titilvörninni. Eins og staðan er í dag þá eru þeir langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás. Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás.
Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68)
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti