Táknmál í hjarta mínu Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 08:00 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Alþingi Íslensk tunga Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun