Swift hikaði nefnilega ekki við það að skellta í sig heilu bjórglasi þegar hún sá sig á stóra skjánum.
Taylor var mætt til að sjá kærasta sinn Travis Kelce og félaga í Kansas City Chiefs vinna titilinn annað árið í röð eftir mikinn spennuleik.
Taylor flaug hálfan hnöttinn til að ná leiknum eftir fjóra tónleika sína í Tókýó og hún var augljóslega mætt til að skemmta sér.
Það voru margir að veðja um það hversu oft hún kom á skjáinn í útsendingunni en hún lifði sig mikið inn í leikinn og var að farast úr stressi á æsispennandi lokamínútunni.
Það sást kannski ekki í sjónvarpsútsendingunni en myndbandið fór á flug á netmiðlum þegar Taylor greip tækifærið þegar hún birtist á stóra skjánum á leikvanginum.
Taylor var þá fljót að grípa bjórglasið sitt og skellti því í sig á einni svipstundu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.