Fattaði ekki að hann hafði tryggt Chiefs sigur í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 16:31 Patrick Mahomes er hér búinn að gera Mecole Hardman Jr. grein fyrir því að hann hafði tryggt Kansas City Chiefs liðinu sigur í Super Bowl. Getty/Ezra Shaw/ Útherjinn Mecole Hardman upplifði stærstu stund ferilsins í nótt þegar hann tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl leiknum. Hann var samt ekki alveg með á nótunum í leikslok. Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Ofurskálin Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hardman skoraði snertimark í framlengingunni þegar Chiefs vann þremur stigum undir og varð að klára sóknina með því að koma stigum upp á töfluna. Patrick Mahomes fann hann í endamarkinu og leikurinn var þar með búinn. Mahomes mætti inn í viðtalið hjá Hardman eftir leikinn og grínaðist með það að Hardman hafi ekki áttað sig á hvað hann hafði gerst. Mecole Hardman had no clue he caught the game-winning TD until @PatrickMahomes told him pic.twitter.com/ZT9V37H8E1— NFL Network (@nflnetwork) February 12, 2024 „Má ég segja eina stutta og fyndna sögu,“ spurði Patrick Mahomes og hélt áfram: „Ég sendi snertimarkssendingu á þennan gæja hérna til að vinna leikinn. Hann hafði ekki hugmynd hvað hafði gerst og horfði bara á mig,“ sagði Mahomes. „Ég sagði við hann: Við vorum að vinna Super Bowl. Hann hafði ekki hugmynd um það og fagnaði ekki einu sinni til að byrja með,“ sagði Mahomes. „Ég datt bara alveg út,“ viðurkenndi Hardman. Hinn 25 ára gamli Hardman var að vinna sinn þriðja titil með Mahomes en hann byrjaði þó ekki tímabilið með Chiefs. Eftir að Hardman vann titilinn með Kansas City í fyrra þá samdi hann við lið New York Jets. Hardman fékk aftur á móti fá tækifæri hjá Jets og var á endanum skipt til Chiefs um miðjan október. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tryggt Chiefs og sér þriðja meistaratitilinn á aðeins fimm árum. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Ofurskálin Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira