Andy verður 66 ára gamall í mars og mun á næsta tímabili verða elsti þjálfari deildarinnar eftir að Bill Belichick, 71 árs, og Pete Carroll, 72 ára, létu nýlega af störfum.
Margir höfðu spáð því að Andy Reid myndi tilkynna starfslok í kjölfar Ofurskálarinnar í gær, en hann blés strax á þær sögusagnir.
Andy Reid confirms at day-after press conference that he WILL return for the 2024 season: “I haven’t even thought about (retirement). People keep asking me. I haven’t really gone there. I haven’t really thought about it.”
— Jeff Darlington (@JeffDarlington) February 12, 2024
„Ég hef í alvöru ekki einu sinni pælt í því, ég hef verið spurður að því og fólk hættir ekki að spyrja mig. Ég er orðinn gamli kallinn núna, þannig að ég mun þurfa að svara þessu áfram, en ég hef sjálfur ekkert hugsað um að hætta“ sagði Reid á blaðamannafundi í Las Vegas á mánudagsmorgni eftir Ofurskálina.