Innlent

Tvær flug­vélar rákust saman í há­loftunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vélunum var lent á Keflavíkurflugvelli.
Vélunum var lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Þar kemur fram að báðar vélar hafi verið flughæfar eftir að hafa rekist saman á flugi, og þeim hafi verið lent á Keflavíkurflugvelli. Flugvélarnar séu báðar af gerðinni Kingair B200 og skráðar erlendis. Til hafi staðið að fljúga þeim ferjuflugi til Norður-Ameríku. 

Þá greina Víkurfréttir frá því að Rannsóknarnefnd samgönguslysa sé með atvikið til rannsóknar. Fyrst um sinn hafi flugmenn flugvélanna þó ekki tilkynnt um atvikið. Það hafi ekki verið gert fyrr en þjónustuaðilar á Keflavíkurflugvelli tóku eftir skemmdum sem hlutust af árekstrinum.

Þá hafi lögregla verið kölluð til, sem og fulltrúar rannsóknarnefndarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×