Staðreyndir um Rapyd Garðar Stefánsson skrifar 13. febrúar 2024 10:00 Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. Fullyrðingar eins og að Rapyd starfi á landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum og að félagið styðji hernað Ísraelshers á Gasa eru alrangar. Vegna umræðunnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Rapyd á Íslandi er íslenskt fyrirtæki sem byggir á áratuga sögu rekstur Valitor og Korta, sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi. Rapyd á Íslandi leggur metnað sinn í að þjónusta íslenskt samfélag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Rapyd á Íslandi hefur lengi lagt áherslu á að gefa til samfélagsins enda eru rætur félagsins djúpar í íslensku samfélagi. Rapyd á Íslandi er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd og starfar undir merkjum þess. Fyrirtækið er með starfsstöðvar um allan heim; í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísrael, Dubai, Singapore, og Hong Kong, svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða sem hafa aðsetur víða um heim. Eigendur Rapyd á Íslandi hafa fjárfest ríkulega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að félaginu hefur félagið aldrei greitt arð til eigenda sinna. Félagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram í fullyrðingum ofangreinds hóps. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara. Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. Fullyrðingar eins og að Rapyd starfi á landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum og að félagið styðji hernað Ísraelshers á Gasa eru alrangar. Vegna umræðunnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Rapyd á Íslandi er íslenskt fyrirtæki sem byggir á áratuga sögu rekstur Valitor og Korta, sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi. Rapyd á Íslandi leggur metnað sinn í að þjónusta íslenskt samfélag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Rapyd á Íslandi hefur lengi lagt áherslu á að gefa til samfélagsins enda eru rætur félagsins djúpar í íslensku samfélagi. Rapyd á Íslandi er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd og starfar undir merkjum þess. Fyrirtækið er með starfsstöðvar um allan heim; í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísrael, Dubai, Singapore, og Hong Kong, svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða sem hafa aðsetur víða um heim. Eigendur Rapyd á Íslandi hafa fjárfest ríkulega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að félaginu hefur félagið aldrei greitt arð til eigenda sinna. Félagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram í fullyrðingum ofangreinds hóps. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara. Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar