Bjarni segir bókun 35 ekki ráða löggjöf Alþingis Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2024 19:06 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir bókun 35 við EES-samninginn ekki fela í sér framsal á fullveldi Íslands. Formaður Miðflokksins geldur varhug við frumvarpi um bókunina og segist munu berjast gegn því með kjafti og klóm. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“ Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“
Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira