Aðgerðaleysi heilbrigðiskerfisins í garð fíknisjúkra Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 11:01 Læknisþjónusta á að vera fyrir alla, en er það ekki. Það er staðreynd. Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur. Það er augljóslega fáranlegt svar í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur. Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússnenskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir þvi að fá dauðaskammt. Ég er ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð, heldur er ég að hugsa um þá allra veikustu, sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt, það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp. Ég veit að minn sonur er á þeim stað að hann þarfnast lyfjameðferðar og á ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn, hann á sama rétt og krabbameinsjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu. Í dag er brotið á fíknisjúklingum með þvi að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið er jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafa heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð. Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því. Þau verða að mæta þeim sjúklingum, sem þurfa á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu að halda, en læknisþjónusta fyrirbyggir ótímabær dauðsföll og eykur lífsgæði sjúklinga á meðan þeir bíða eftir hjálpinni. Fíknisjúklingur á ekki að að mæta þeirri niðurlægingu að vera neitað um læknishjálp, hjálp sem hann biður um í veikindum sínum. Ríkið ætti að skammast sín og vera löngu búið að opna stóra afeitrunarstöð með viðeigandi eftirmeðferð. Mál ungra fíknisjúklinga þ.e.a.s barna undir átján ára aldri, þau eru í algjörum ólestri vegna þess að það er ekki til sérhæfð vímuefnameðferð fyrir börn. Fíknisjúkum börnum er blandað saman við börn sem eru lögð inn á allt öðrum forsendum en þau. Þau úrræði sem eru til staðar eru Stuðlar, BUGL, Bjargey og Laugabakki og þau eru ekki með sérhæfða meðferð fyrir fíknisjúklinga. Barnamálaráðherra og heilbrigðisyfirvöld verða að fara framkvæma og skilja alvöru málsins. Við þurfum að geta gripið unga fólkið okkar sem allra fyrst. Fíknigeðdeild LSH er svo vanvirk og smá að að hún verður of oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp. Sjúklingur sem biður um hjálp og er vísað frá, hlýtur að upplifa sig sem svikinn, vonlausan og niðurlægðan. Fárveikur einstaklingur á að fá hjálpina strax og skilyrðislaust! Frávísun getur haft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel orsakað ótímabært dauðsfall. Ég veit dæmi þess að fíknisjúklingi hafi verið vísað burt og í framhaldi af þvi tók hann sitt eigið líf. Mörg dauðsföll sem eru skráð sem sjálfsvíg eru það ekki í raun, heldur afleiðing ómeðhöndlaðs sjúkdóms. Fíknigeðdeild á að vera þannig uppbyggð að hún geti tekið inn sjúkling þegar hann kemur og biður um hjálp. Teigur er eitt úrræðið sem fíknisjúkliingar nýta sér í beinu framhaldi af legu á fíknigeðdeild. Teigur er rekin af geðsviði LSH og er meðferð fyrir fíknisjúklinga. Þar er mæting kl 9 að morgni og prógramm til kl. 13:30 eftir hádegi, Þess á milli halda þeir áfram hinu daglega lífi sínu. Það er takmarkaður hópur fíknisjúkra sem getur valdið því að vakna, mæta á námskeið, jafnframt því að takast á við daglegt líf, því fíknisjúklingur sem er búin að lifa lífi sínu á skjön við allt í mörg ár hafa ekki getuna til þessa og enda yfirleytt a þvi að flosna upp. Haldið þið að rikið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er eimitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara. Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífhættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar. Yfirvöld! Farið að gyrða ykkur í brók. Ekki setja saman aðra nefnd þar sem enginn árangur næst. Framkvæmd er lífsnauðsynleg í þessu máli. Það er óeðlilegt að nánast öll úrræði sem tengjast afeitrun og meðferðum fiknisjúkra, skuli vera rekin af hjálparsamtökum! Er það þess vegna sem ríkið hefur ekkert framkvæmt í x langan tíma? Að hjálparsamtök hafa fundið þörfina í þessum málaflokki og tekið samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld gefa það allavega út með hegðan sinnni og framkomu að þau vilji vera frí frá þessum málaflokki og velta áfram ábyrgðinni yfir á góðgerðarfélög. Samhjálp, SÁÁ og Krýsuvík eru fjársveltar stofnannir, fjársveltið veldur því t.d að SÁÁ getur ekki rekið stofnunina nema á hálfu dampi og þarf að loka einn mánuð yfir sumarið sem er algjörlega galið, hvaða sjúkdómur er í sumarfrí? Á meðan mannslíf eru í húfi þá er eina afeitrunarstöð íslands lokuð í mánuð og stjórnvöld vita það er af þeirra völdum, fjárskorts! Ég ítreka við stjórnvöld að þið verðið að sameinast og fara í framkvæmd, ekki seinna en núna! Lífið liggur við! Við í Samtökum aðstandanda og fíknisjúkra SAOF, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa jákvæð áhrif á þennan alvarlega málaflokk. Við viljum sjá breytingar og mannúðlegri stefnu í málum fíknisjúkra, þau eiga að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þurfa hana. Ég hvet ykkur til að koma og ganga í félagið og sameinast og auka þrýsting á stjórnvöld í landinu. Við þurfum að styðja við fíknisjúkt fólk, fólk sem getur illa staðið upp fyrir sig sjálft og líklega partur af því er sú að of oft hafa þau mætt lokuðum dyrum þegar þau hafa þurft heilbrigðisþjónustu og nú er komið nóg! Samtökin okkar verða með sinn fyrsta, stóra fund þann 25. febrúar á milli kl. 19-22 í Al-Ano húsinu í Holtagörðum í Reykjavík. Virðingarfyllst, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Höfundur er formaður Samtaka aðstandanda og fíknsjúkra SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Læknisþjónusta á að vera fyrir alla, en er það ekki. Það er staðreynd. Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur. Það er augljóslega fáranlegt svar í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur. Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússnenskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir þvi að fá dauðaskammt. Ég er ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð, heldur er ég að hugsa um þá allra veikustu, sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt, það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp. Ég veit að minn sonur er á þeim stað að hann þarfnast lyfjameðferðar og á ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn, hann á sama rétt og krabbameinsjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu. Í dag er brotið á fíknisjúklingum með þvi að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið er jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafa heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð. Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því. Þau verða að mæta þeim sjúklingum, sem þurfa á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu að halda, en læknisþjónusta fyrirbyggir ótímabær dauðsföll og eykur lífsgæði sjúklinga á meðan þeir bíða eftir hjálpinni. Fíknisjúklingur á ekki að að mæta þeirri niðurlægingu að vera neitað um læknishjálp, hjálp sem hann biður um í veikindum sínum. Ríkið ætti að skammast sín og vera löngu búið að opna stóra afeitrunarstöð með viðeigandi eftirmeðferð. Mál ungra fíknisjúklinga þ.e.a.s barna undir átján ára aldri, þau eru í algjörum ólestri vegna þess að það er ekki til sérhæfð vímuefnameðferð fyrir börn. Fíknisjúkum börnum er blandað saman við börn sem eru lögð inn á allt öðrum forsendum en þau. Þau úrræði sem eru til staðar eru Stuðlar, BUGL, Bjargey og Laugabakki og þau eru ekki með sérhæfða meðferð fyrir fíknisjúklinga. Barnamálaráðherra og heilbrigðisyfirvöld verða að fara framkvæma og skilja alvöru málsins. Við þurfum að geta gripið unga fólkið okkar sem allra fyrst. Fíknigeðdeild LSH er svo vanvirk og smá að að hún verður of oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp. Sjúklingur sem biður um hjálp og er vísað frá, hlýtur að upplifa sig sem svikinn, vonlausan og niðurlægðan. Fárveikur einstaklingur á að fá hjálpina strax og skilyrðislaust! Frávísun getur haft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel orsakað ótímabært dauðsfall. Ég veit dæmi þess að fíknisjúklingi hafi verið vísað burt og í framhaldi af þvi tók hann sitt eigið líf. Mörg dauðsföll sem eru skráð sem sjálfsvíg eru það ekki í raun, heldur afleiðing ómeðhöndlaðs sjúkdóms. Fíknigeðdeild á að vera þannig uppbyggð að hún geti tekið inn sjúkling þegar hann kemur og biður um hjálp. Teigur er eitt úrræðið sem fíknisjúkliingar nýta sér í beinu framhaldi af legu á fíknigeðdeild. Teigur er rekin af geðsviði LSH og er meðferð fyrir fíknisjúklinga. Þar er mæting kl 9 að morgni og prógramm til kl. 13:30 eftir hádegi, Þess á milli halda þeir áfram hinu daglega lífi sínu. Það er takmarkaður hópur fíknisjúkra sem getur valdið því að vakna, mæta á námskeið, jafnframt því að takast á við daglegt líf, því fíknisjúklingur sem er búin að lifa lífi sínu á skjön við allt í mörg ár hafa ekki getuna til þessa og enda yfirleytt a þvi að flosna upp. Haldið þið að rikið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er eimitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara. Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífhættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar. Yfirvöld! Farið að gyrða ykkur í brók. Ekki setja saman aðra nefnd þar sem enginn árangur næst. Framkvæmd er lífsnauðsynleg í þessu máli. Það er óeðlilegt að nánast öll úrræði sem tengjast afeitrun og meðferðum fiknisjúkra, skuli vera rekin af hjálparsamtökum! Er það þess vegna sem ríkið hefur ekkert framkvæmt í x langan tíma? Að hjálparsamtök hafa fundið þörfina í þessum málaflokki og tekið samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld gefa það allavega út með hegðan sinnni og framkomu að þau vilji vera frí frá þessum málaflokki og velta áfram ábyrgðinni yfir á góðgerðarfélög. Samhjálp, SÁÁ og Krýsuvík eru fjársveltar stofnannir, fjársveltið veldur því t.d að SÁÁ getur ekki rekið stofnunina nema á hálfu dampi og þarf að loka einn mánuð yfir sumarið sem er algjörlega galið, hvaða sjúkdómur er í sumarfrí? Á meðan mannslíf eru í húfi þá er eina afeitrunarstöð íslands lokuð í mánuð og stjórnvöld vita það er af þeirra völdum, fjárskorts! Ég ítreka við stjórnvöld að þið verðið að sameinast og fara í framkvæmd, ekki seinna en núna! Lífið liggur við! Við í Samtökum aðstandanda og fíknisjúkra SAOF, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa jákvæð áhrif á þennan alvarlega málaflokk. Við viljum sjá breytingar og mannúðlegri stefnu í málum fíknisjúkra, þau eiga að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þurfa hana. Ég hvet ykkur til að koma og ganga í félagið og sameinast og auka þrýsting á stjórnvöld í landinu. Við þurfum að styðja við fíknisjúkt fólk, fólk sem getur illa staðið upp fyrir sig sjálft og líklega partur af því er sú að of oft hafa þau mætt lokuðum dyrum þegar þau hafa þurft heilbrigðisþjónustu og nú er komið nóg! Samtökin okkar verða með sinn fyrsta, stóra fund þann 25. febrúar á milli kl. 19-22 í Al-Ano húsinu í Holtagörðum í Reykjavík. Virðingarfyllst, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Höfundur er formaður Samtaka aðstandanda og fíknsjúkra SAOF.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar