Óvænt kreppa í Japan og Þýskaland tekur þriðja sætið Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2024 11:54 Hgafræðingar áttu ekki von á samdrætti í Japan. AP/Kyodo News Óvæntur samdráttur mældist á japanska hagkerfinu en verg landsframleiðsla dróst þar saman um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar áður var 3,3 prósenta samdráttur og er nú tæknilega séð kreppa í Japan. Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið. Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters. Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota. Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs. Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár. Japan Þýskaland Bretland Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið. Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters. Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota. Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs. Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár.
Japan Þýskaland Bretland Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira