Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:33 Eiginkona Assange segir hann hafa verið veikan um jólin en heilsa hans hefur verið afar tæp síðustu ár. Stella Assange segir eiginmanni sínum hafa hrakað, bæði andlega og líkamlega og líf hans sé í stöðugri hættu. Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum. Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum.
Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33