Hefur þú heyrt um sólblómabandið? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:30 Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun