Fótbolti

Andreas Brehme látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andreas Brehme skoraði markið sem tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn 1990.
Andreas Brehme skoraði markið sem tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn 1990. Vísir/Getty

Þýska knattspyrnugoðsögin Andreas Brehme er látinn en hann varð aðeins 63 ára gamall.

Sambýliskona hans, Susanne Schäfer, hefur staðfest fréttirnar við þýska fjölmiðla.Brehme tryggði Þýskalandi heimsmeistaratitilnn á HM á Ítalíu 1990 þegar hann skoraði eina markið í úrslitaleiknum á móti Argentínu.

Hann skoraði þá úr vítaspyrnu í úrslitaleiknum en hafði skorað með vinstri fæti úr aukaspyrnu í undanúrslitaleiknum. Hann var nefnilega svo til jafnfættur.

Hann lék alls 86 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 8 mörk.

Brehme spilaði jafnan sem vinstri bakvörður en var þekktur fyrir upphlaup sín upp kantinn og að ógna ávallt marki mótherjann með skotum sínum og sendingum.

Brehme lést á heimili sínu í München eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans.

Brehme spilaði á sínum tíma fyrir lið Bayern München, Internazionale og Kaiserslautern.

Hann varð þriðji í kosningunni um Gullhnöttinn árið 1990.

Árið 2019 var hann tekinn inn í heiðurshöll þýska fótboltans þar sem fyrir eru goðsagnir eins og Franz Beckenbauer, Lotthar Matthäus og Matthias Sammer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×