Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 13:22 Sýn og Síminn hafa háð ýmsa baráttu fyrir dómstólum undanfarin ár vegna samkeppni í fjarskiptum. Þá hafa félögin í einhverjum tilfellum snúið bökum saman svo sem í baráttu við ólöglegt streymi á sjónvarpsefni. Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar. Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar.
Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09