Rússíbanahagkerfið er óvinur heimilanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun