Akademískur umboðsbrestur Þórarinn Hjartarson skrifar 21. febrúar 2024 12:31 Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 ræddi ég við góðan vin minn í Bandaríkjunum um umbreytingar á þeim akademíska ferli sem hann hafði kosið sér. Hann var miður sín sökum þess að eftir að hann hafði rætt við kennara sinn, og tilvonandi leiðbeinanda, var honum tjáð að hann myndi eiga erfitt uppdráttar á því sviði sem hann hafði kosið sér. Ástæðan fyrir því væri sú að hann væri hvítur en það svið sem hann vildi fara í doktorsnám í væri í afrískum fræðum. Umræddur kennari, sem var hvítur með kennsluréttindi í afrískum fræðum, sagði að miðað við þróun mála myndi hann óumflýjanlega ekki upplifa sig velkominn. Rætur velmegunar má að mörgu leiti rekja til frjós háskólaumhverfis. Rannsóknir og tölulegar greiningar aðstoða okkur við að taka betri ákvarðanir. Akademíur í vestrænum samfélögum hafa aftur á móti tekið hröðum breytingum undanfarinn áratug. Hentifræði, sem móta sína afstöðu með andvísindalegum vinnubrögðum, hafa orðið til þess að rýra traust almennings til akademískra stofnanna með ritrýndum skoðanapistlum. Þess er krafist að þessir skoðanapistlar séu metnir til jafns á við vísindaleg gögn annarra raunverulegra fræðasviða. Þá hefur þessum hentifræðum jafnvel tekist að smita gögn fræðisviða raunvísindagreinanna, þrátt fyrir að allir utanaðkomandi sjái sem betur fer að gögn hentifræðanna eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér er því um akademískan umboðsbrest að ræða. Það er jákvætt að hér skuli þrífast almenn sátt um að samfélaginu sé betur borgið með niðurgreiddum skólagjöldum og að þeir sem borgi fái að njóta ávinningsins síðar með aukinni sérhæfingu. En eftirspurn eftir sérhæfingu sértrúarsafnaða rétttrúnaðarins þrífst einungis innan fræðasviða annarra rétttrúnaðarfræða. Til að hindra að fólk sjái í gegnum þetta er farið í herferðir til þess að ræða „ákall samfélagsins“ um að leysa uppblásið vandamál og að hið opinbera þurfi að stíga inn í. Stöðugildi eru sköpuð til þess að takast á við vandamálið sem virðist einungis ágerast eftir því sem meiri peningur er settur í málaflokkinn. Allir sem setja spurningamerki við að þetta sé góð ráðstöfun á skattfé eru úthrópaðir rasistar, mann- og/eða kvenhatarar sem vilja greiða veginn fyrir fasísku samfélagi þar sem konur og minnihlutahópar sæta ofsóknum. Það eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Nýlega sagði Claudine Gay, fyrrverandi forseti Harvard háskólans, af sér eftir ótrúlegan málflutning um hatursorðræðu gegn Gyðingum í kjölfar árásar Hamas þann 7. október síðastliðinn. Aðspurð um hvort ákall um þjóðarmorð gegn gyðingum ætti að teljast hatursorðræða sagði hún að það krefðist frekari upplýsinga til þess að geta flokkast sem slíkt. Atburðarrás fór af stað sem enn stendur yfir sem felst í því að endurskoða vinnubrögð háskóla í Bandaríkjunum á borð við Harvard. Vonandi lukkast þeim að gera stofnunina aftur að því akademíska burðarvirki sem það áður var. Hér heima virðumst við þurfa að reka okkur á vegg til þess að bregðast við vandamálum. Það sýnir sig til að mynda þegar þróun orkumála er skoðuð í baksýnisspeglinum. Nú þegar Áslaug Arna hefur kosið að bjóða upp á niðurgreidd skólagjöld er mikilvægt að það átak sé mótað þannig að íslenskir háskólar verði ekki að þeim gálgahúmor sem að akademískar stofnanir í Bandaríkjunum gerðu sig að. Þá kann það jafnvel að vera að vinur minn í Bandaríkjunum geti stundað sitt nám hérlendis þrátt fyrir að vera af röngum kynþætti.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun