Veita eigendum íbúða í Grindavík undanþágu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2024 08:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka tímabundið lánþegaskilyrði þeirra einstaklinga sem áttu íbúðarhúsnæði í Grindavík 10. nóvember 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var í morgun. Þar kemur fram að hámark greiðslubyrðar verði 40 prósent af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85 prósent fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði. Ákveðið hafi verið að grípa til þessa „í ljósi sérstakra aðstæðna sem blasa við í Grindavík“. Fram kemur að það sé mat nefndarinnar að undanþágan sé ekki til þess fallin að hafa teljandi áhrif á viðnámsþrótt lánveitenda og muni því ekki hafa marktæk áhrif á fjármálastöðugleika. Almennt viðmið þegar kemur að takmörkunum á fasteignalánum er að hámark greiðslubyrðar af fasteignalánum sé 35 prósent af ráðstöfunartekjum en 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur. Þá sé hámark veðsetningarhlutfall 80 prósent af markaðsverði en 85 prósent fyrir fyrstu kaupendur. Fyrr í mánuðinum kynnti ríkisstjórnin að ríkissjóður myndi bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Er þar um að ræða lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miði að því að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga í kjölfar eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Seðlabankinn Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50 Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. 12. febrúar 2024 06:41 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni sem birt var í morgun. Þar kemur fram að hámark greiðslubyrðar verði 40 prósent af ráðstöfunartekjum og hámark veðsetningarhlutfalls verði 85 prósent fyrir þessa einstaklinga við næstu kaup þeirra á íbúðarhúsnæði. Ákveðið hafi verið að grípa til þessa „í ljósi sérstakra aðstæðna sem blasa við í Grindavík“. Fram kemur að það sé mat nefndarinnar að undanþágan sé ekki til þess fallin að hafa teljandi áhrif á viðnámsþrótt lánveitenda og muni því ekki hafa marktæk áhrif á fjármálastöðugleika. Almennt viðmið þegar kemur að takmörkunum á fasteignalánum er að hámark greiðslubyrðar af fasteignalánum sé 35 prósent af ráðstöfunartekjum en 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur. Þá sé hámark veðsetningarhlutfall 80 prósent af markaðsverði en 85 prósent fyrir fyrstu kaupendur. Fyrr í mánuðinum kynnti ríkisstjórnin að ríkissjóður myndi bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Er þar um að ræða lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miði að því að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga í kjölfar eldsumbrotanna á Reykjanesskaga.
Seðlabankinn Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50 Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. 12. febrúar 2024 06:41 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50
Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. 12. febrúar 2024 06:41