Helga hættir sem formaður bankaráðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 10:02 Helga Björk Eiríksdóttir. Landsbankinn. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma. Aðalfundurinn fer fram þann 20. mars. Berglind Svavarsdóttir kveður bankann sömuleiðis. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir á vef bankans: „Ég hef setið í stjórn Landsbankans í 11 ár. Þar hef ég fengið tækifæri til að starfa með frábæru fólki og taka þátt í mörgum krefjandi, mikilvægum og skemmtilegum verkefnum, s.s. umbreytingum á fjárhagsskipan bankans, umbótum á stjórnarháttum, framþróun í upplýsingatækni og stafrænni þjónustu og síðast en ekki síst móta stefnuna fyrir Landsbanka nýrra tíma. Landsbankinn hefur dafnað afar vel á síðustu árum. Hann er stærstur viðskiptabankanna, reksturinn er traustur og fjárhagslegur styrkur bankans mikill. Landsbankinn nýtur samkvæmt mælingum mests traust bankanna, er með hæstu markaðshlutdeildina og hefur mælst efstur í Íslensku ánægjuvoginni hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu síðustu fimm árin. Þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður var árið 2023 afar farsælt og þegar á allt er litið er óhætt að segja að síðasta ár hafi verið það besta í sögu bankans. Hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna og arðsemin 11,6% sem er yfir markmiði bankans. Flutningar í nýtt húsnæði gengu afar vel, fjölmargir viðskiptavinir bættust í hópinn og bankinn bauð upp á margar nýjar og vel heppnaðar lausnir til að mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina. Ég er afar þakklát fyrir góðan tíma hjá Landsbankanum og þakka öllum bankaráðsmönnum, bankastjóra, öðrum stjórnendum og öllu því frábæra starfsfólki sem ég hef kynnst og starfað með undanfarin ár, kærlega fyrir samstarfið. Starfsfólk bankans er metnaðarfullt og hefur ávallt fagmennsku að leiðarljósi í störfum sínum. Þá vil ég þakka hluthöfum fyrir traustið og afar góð samskipti á liðnum árum. Ég kveð Landsbankann með hlýhug og stolti og veit að hans bíður farsæl framtíð.“ Landsbankinn Vistaskipti Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Auglýsa eftir fólki í stjórnir íslenskra banka Bankasýsla ríkisins óskar eftir umsóknum um stjórnarsetu í Íslandsbanka, Landsbanka og Sparisjóð Austurlands. Ekki liggur fyrir hvort sitjandi stjórnarmenn muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu. 28. janúar 2020 15:30 Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Launahækkun forsenda þess að hæft fólk fengist Bankaráð Landsbankans hafði áhyggjur af því að ekki yrði hægt að ráða hæfasta bankastjórann á þeim kjörum sem fyrrverandi bankastjóri var á. Formaður ráðsins telur að hófs hafi verið gætt með tilliti til starfskjarastefnu. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma. Aðalfundurinn fer fram þann 20. mars. Berglind Svavarsdóttir kveður bankann sömuleiðis. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, segir á vef bankans: „Ég hef setið í stjórn Landsbankans í 11 ár. Þar hef ég fengið tækifæri til að starfa með frábæru fólki og taka þátt í mörgum krefjandi, mikilvægum og skemmtilegum verkefnum, s.s. umbreytingum á fjárhagsskipan bankans, umbótum á stjórnarháttum, framþróun í upplýsingatækni og stafrænni þjónustu og síðast en ekki síst móta stefnuna fyrir Landsbanka nýrra tíma. Landsbankinn hefur dafnað afar vel á síðustu árum. Hann er stærstur viðskiptabankanna, reksturinn er traustur og fjárhagslegur styrkur bankans mikill. Landsbankinn nýtur samkvæmt mælingum mests traust bankanna, er með hæstu markaðshlutdeildina og hefur mælst efstur í Íslensku ánægjuvoginni hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu síðustu fimm árin. Þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður var árið 2023 afar farsælt og þegar á allt er litið er óhætt að segja að síðasta ár hafi verið það besta í sögu bankans. Hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna og arðsemin 11,6% sem er yfir markmiði bankans. Flutningar í nýtt húsnæði gengu afar vel, fjölmargir viðskiptavinir bættust í hópinn og bankinn bauð upp á margar nýjar og vel heppnaðar lausnir til að mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina. Ég er afar þakklát fyrir góðan tíma hjá Landsbankanum og þakka öllum bankaráðsmönnum, bankastjóra, öðrum stjórnendum og öllu því frábæra starfsfólki sem ég hef kynnst og starfað með undanfarin ár, kærlega fyrir samstarfið. Starfsfólk bankans er metnaðarfullt og hefur ávallt fagmennsku að leiðarljósi í störfum sínum. Þá vil ég þakka hluthöfum fyrir traustið og afar góð samskipti á liðnum árum. Ég kveð Landsbankann með hlýhug og stolti og veit að hans bíður farsæl framtíð.“
Landsbankinn Vistaskipti Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Auglýsa eftir fólki í stjórnir íslenskra banka Bankasýsla ríkisins óskar eftir umsóknum um stjórnarsetu í Íslandsbanka, Landsbanka og Sparisjóð Austurlands. Ekki liggur fyrir hvort sitjandi stjórnarmenn muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu. 28. janúar 2020 15:30 Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Launahækkun forsenda þess að hæft fólk fengist Bankaráð Landsbankans hafði áhyggjur af því að ekki yrði hægt að ráða hæfasta bankastjórann á þeim kjörum sem fyrrverandi bankastjóri var á. Formaður ráðsins telur að hófs hafi verið gætt með tilliti til starfskjarastefnu. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Auglýsa eftir fólki í stjórnir íslenskra banka Bankasýsla ríkisins óskar eftir umsóknum um stjórnarsetu í Íslandsbanka, Landsbanka og Sparisjóð Austurlands. Ekki liggur fyrir hvort sitjandi stjórnarmenn muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu. 28. janúar 2020 15:30
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Launahækkun forsenda þess að hæft fólk fengist Bankaráð Landsbankans hafði áhyggjur af því að ekki yrði hægt að ráða hæfasta bankastjórann á þeim kjörum sem fyrrverandi bankastjóri var á. Formaður ráðsins telur að hófs hafi verið gætt með tilliti til starfskjarastefnu. 20. febrúar 2019 06:00