Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 21:46 Sigurmarkinu fagnað. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Sjá meira
Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Sjá meira