Ekkert hafði spurst til mannsins, sem hét Abdul Shokoor Ezedi og var 35 ára gamall,eftir að hann framdi árásina, nema í öryggismyndavélakerfi þar sem hann stóð yfir Chelsea-brúnni í London.
Krufning bendir til þess að dánarmein Ezedi hafi verið drukknun.
Konan sem árásin beindist að var fyrrverandi maki hans, en hann skvetti eiturefnum einnig í tvær barnungar dætur hennar, átta og þriggja ára gamlar.
Efnin sem hann notaði voru þó svo sterk að tólf særðust í árásinni, meðal annars fólk sem kom að særðum mæðgunum.
Ezedi hlaut líka áverka vegna eitursins og var greint frá því að þeir gætu mögulega orðið honum sjálfum að bana.