Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 15:16 Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands. EPA-EFE/FILIP SINGER Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vitnað til ræðu ungverska forsætisráðherrans á þinginu frá því fyrr í dag. Hann segir aðild Svía styrkja öryggi Ungverja. Greidd verða atkvæði um umsókn Svía síðdegis í dag. Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi drógu bæði lappirnar í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkir samþykktu umsóknina loksins í janúar eftir að sænsk stjórnvöld höfðu fallist á kröfur landsins um afhendingu á meintum uppreisnarmönnum Kúrda sem tyrknesk stjórnvöld hafa haft á lista yfir þá sem þau kalla hryðjuverkamenn. Orban og félagar meðal ungverskra stjórnvalda hafa verið hliðhollari Rússum en önnur stjórnvöld innan Evrópusambandsins. Þannig voru ungversk stjórnvöld einnig þau síðustu til að samþykkja aukinn stuðning til Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Gerðu vopnakaupasamning fyrir helgi Hefur sænska ríkisútvarpið haft eftir sérfræðingi í málinu að það sæti furðu að Ungverjar hafi dregið lappirnar eins lengi í málinu og raun ber vitni. Haft er eftir Viktori Orban forsætisráðherra Ungverjalands að ný samþykktur samningur um vopnasölu á milli landanna hafi vissulega haft áhrif. Greint var frá því á föstudag að ungversk og sænsk stjórnvöld hefðu gert með sér samninga um kaup fyrrnefndra stjórnvalda á fjórum Saab orrustuþotum frá Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar fagnaði samningnum. Hefur Viktor Orban sagt að með samningum hafi tekist að endurskapa traust á milli landanna. NATO snúist þegar hólminn er komið alfarið um traust. NATO Ungverjaland Svíþjóð Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vitnað til ræðu ungverska forsætisráðherrans á þinginu frá því fyrr í dag. Hann segir aðild Svía styrkja öryggi Ungverja. Greidd verða atkvæði um umsókn Svía síðdegis í dag. Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi drógu bæði lappirnar í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkir samþykktu umsóknina loksins í janúar eftir að sænsk stjórnvöld höfðu fallist á kröfur landsins um afhendingu á meintum uppreisnarmönnum Kúrda sem tyrknesk stjórnvöld hafa haft á lista yfir þá sem þau kalla hryðjuverkamenn. Orban og félagar meðal ungverskra stjórnvalda hafa verið hliðhollari Rússum en önnur stjórnvöld innan Evrópusambandsins. Þannig voru ungversk stjórnvöld einnig þau síðustu til að samþykkja aukinn stuðning til Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Gerðu vopnakaupasamning fyrir helgi Hefur sænska ríkisútvarpið haft eftir sérfræðingi í málinu að það sæti furðu að Ungverjar hafi dregið lappirnar eins lengi í málinu og raun ber vitni. Haft er eftir Viktori Orban forsætisráðherra Ungverjalands að ný samþykktur samningur um vopnasölu á milli landanna hafi vissulega haft áhrif. Greint var frá því á föstudag að ungversk og sænsk stjórnvöld hefðu gert með sér samninga um kaup fyrrnefndra stjórnvalda á fjórum Saab orrustuþotum frá Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar fagnaði samningnum. Hefur Viktor Orban sagt að með samningum hafi tekist að endurskapa traust á milli landanna. NATO snúist þegar hólminn er komið alfarið um traust.
NATO Ungverjaland Svíþjóð Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira