Taxi! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 14:30 Ég bið lesendur velvirðingar á að sletta í fyrirsögn en sú var tíð að hægt var að ná sér í leigubíl í Reykjavík með því að veifa og kalla frá gangstéttarbrún. Þú gast treyst því að laus bíll stöðvaði, stigið um borð og fengið örugga ferð heim að dyrum hvert sem ferðinni var heitið og greitt uppsett verð samkvæmt mæli. Þú gast gengið að því vísu að bílstjórinn skildi hvað þú sagðir og að hann rataði á áfangastað. Ekki lengur. Sá og þó einkanlega sú sem kallar á leigubíl á Höfuðborgarsvæðinu eða tekur leigubíl í röð í Reykjavík eða við Leifsstöð veit ekkert hvaða þjónustu hann eða hún fær nema bíllinn sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri uppfylli settar reglur. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri eru skráð á leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bílstjóri hefur tilskilin leyfi og réttindi. Veit ekkert um hvort leigubíllinn sé fulltryggður. Veit ekki fyrirfram hvort bílstjóri skilur þig eða ratar um Höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Meðan þetta ástand varir eru þau ein óhult sem panta bíl með símtali eða appi ellegar aðgæta hvort leigubíll í röð sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Því miður eru nokkur mjög alvarleg og sár dæmi um reynslu af mislukkaðri „frelsun“ leigubílamarkaðarins og hafa ekki öll komið fram í dagsljósið. Þau alvarlegustu eru meint kynferðisbrot en einnig berast fréttir af ofrukkunum, hótunum um líkamsmeiðingar og fleira. Rökstuddur grunur er um að leigubílstjórar utan ábyrgra leigubílastöðva féfletti erlenda ferðamenn m.a. á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. Það kemur óorði á íslenska ferðaþjónustu. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Einn stjórmálaflokkur stóð vaktina þegar lögum um leigubifreiðar var breytt og tafði framgang laganna nokkrum sinnum. Nefnilega Miðflokkurinn. Við marg vöruðum við þeim afleiðingum sem ,,aukið frjálsræði” í leigubílaakstri myndu hafa. Við lögðum ofuráherslu á öryggi farþega í hvívetna. En allt kom fyrir ekki. Að lokum máttum við ekki við margnum og málið var keyrt í gegn. Það hlýtur að vera keppikefli allra að tryggja öryggi viðskiptavina þeirra sem nota þjónustu leigubifreiða. Það má ekki eyðileggja þá góðu og öruggu þjónustu sem byggst hefur upp undanfarna áratugi með fúski og fljótræði í nafni frjálsræðis. Breytum lögum nú þegar áður en fleiri alvarleg atvik verða. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leigubílar Miðflokkurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ég bið lesendur velvirðingar á að sletta í fyrirsögn en sú var tíð að hægt var að ná sér í leigubíl í Reykjavík með því að veifa og kalla frá gangstéttarbrún. Þú gast treyst því að laus bíll stöðvaði, stigið um borð og fengið örugga ferð heim að dyrum hvert sem ferðinni var heitið og greitt uppsett verð samkvæmt mæli. Þú gast gengið að því vísu að bílstjórinn skildi hvað þú sagðir og að hann rataði á áfangastað. Ekki lengur. Sá og þó einkanlega sú sem kallar á leigubíl á Höfuðborgarsvæðinu eða tekur leigubíl í röð í Reykjavík eða við Leifsstöð veit ekkert hvaða þjónustu hann eða hún fær nema bíllinn sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri uppfylli settar reglur. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri eru skráð á leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bílstjóri hefur tilskilin leyfi og réttindi. Veit ekkert um hvort leigubíllinn sé fulltryggður. Veit ekki fyrirfram hvort bílstjóri skilur þig eða ratar um Höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Meðan þetta ástand varir eru þau ein óhult sem panta bíl með símtali eða appi ellegar aðgæta hvort leigubíll í röð sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Því miður eru nokkur mjög alvarleg og sár dæmi um reynslu af mislukkaðri „frelsun“ leigubílamarkaðarins og hafa ekki öll komið fram í dagsljósið. Þau alvarlegustu eru meint kynferðisbrot en einnig berast fréttir af ofrukkunum, hótunum um líkamsmeiðingar og fleira. Rökstuddur grunur er um að leigubílstjórar utan ábyrgra leigubílastöðva féfletti erlenda ferðamenn m.a. á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. Það kemur óorði á íslenska ferðaþjónustu. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Einn stjórmálaflokkur stóð vaktina þegar lögum um leigubifreiðar var breytt og tafði framgang laganna nokkrum sinnum. Nefnilega Miðflokkurinn. Við marg vöruðum við þeim afleiðingum sem ,,aukið frjálsræði” í leigubílaakstri myndu hafa. Við lögðum ofuráherslu á öryggi farþega í hvívetna. En allt kom fyrir ekki. Að lokum máttum við ekki við margnum og málið var keyrt í gegn. Það hlýtur að vera keppikefli allra að tryggja öryggi viðskiptavina þeirra sem nota þjónustu leigubifreiða. Það má ekki eyðileggja þá góðu og öruggu þjónustu sem byggst hefur upp undanfarna áratugi með fúski og fljótræði í nafni frjálsræðis. Breytum lögum nú þegar áður en fleiri alvarleg atvik verða. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar