Hafa tryggt sér fjóra milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 23:11 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Arnar Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play en þar kemur einnig fram að stjórn félagsins mun leggja til við hluthafa að henni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að átta milljónum evra í íslenskum krónum, á genginu 4,5 krónur á hlut. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Sjá einnig: Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Í áðurnefndri tilkynningu segir að yfirfærsla Play yfir á aðalmarkað Nasdaq sé á áætlun og til standi að hún eigi sér stað í lok annars ársfjórðungs. Birgir Jónsson, forstjóri, segir virkilega ánægjulegt að sjá þær jákvæðu undirtektir sem fjárfestar hafi sýnt kynningu Play á hlutafjáraukningunni. „Með þeim skuldbindingum sem við höfum nú móttekið ásamt skuldbindingum okkar stærstu hluthafa, sem áður hafði verið tilkynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eiginfjár innspýtingu. Sú tala kann að stækka í kjölfar útboðs sem áætlað er í kjölfar aðalfundar félagsins í mars,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni. „Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagsstöðu félagsins verulega og gerir því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxtar og/eða mæta óvæntum áföllum. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar góða félag og starfsfólk félagsins. Það er magnað að upplifa hvernig fagmennskan hjá starfsfólki félagsins heldur áfram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY.“ Play Fréttir af flugi Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play en þar kemur einnig fram að stjórn félagsins mun leggja til við hluthafa að henni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að átta milljónum evra í íslenskum krónum, á genginu 4,5 krónur á hlut. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Sjá einnig: Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Í áðurnefndri tilkynningu segir að yfirfærsla Play yfir á aðalmarkað Nasdaq sé á áætlun og til standi að hún eigi sér stað í lok annars ársfjórðungs. Birgir Jónsson, forstjóri, segir virkilega ánægjulegt að sjá þær jákvæðu undirtektir sem fjárfestar hafi sýnt kynningu Play á hlutafjáraukningunni. „Með þeim skuldbindingum sem við höfum nú móttekið ásamt skuldbindingum okkar stærstu hluthafa, sem áður hafði verið tilkynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eiginfjár innspýtingu. Sú tala kann að stækka í kjölfar útboðs sem áætlað er í kjölfar aðalfundar félagsins í mars,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni. „Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagsstöðu félagsins verulega og gerir því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxtar og/eða mæta óvæntum áföllum. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar góða félag og starfsfólk félagsins. Það er magnað að upplifa hvernig fagmennskan hjá starfsfólki félagsins heldur áfram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY.“
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18
Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15
Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11