Alþjóðlegur dagur heyrnar Telma Sigtryggsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar