Haley sigraði Trump í Washington D.C. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:56 Haley er fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar. AP/Reba Saldanha Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira