Reykjavík sparar tíma, fé og minnkar mengun með nútímavæðingu þjónustu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:31 Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Stafræn þróun Borgarstjórn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun