Harkalegt kynlíf? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. mars 2024 07:01 Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun