Vandi fylgir vegsemd hverri: Biskupsforval í höndum fámennrar stéttar Skúli S. Ólafsson skrifar 7. mars 2024 10:30 Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun