Fótbolti

Mæta Hollendingum í Rotter­dam eftir leikinn gegn Eng­lendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ljóst er hverjum Íslendingar mæta í júní.
Ljóst er hverjum Íslendingar mæta í júní. vísir/hulda margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollandi í vináttulandsleik í Rotterdam 10. júní næstkomandi.

Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og heldur svo til Hollands og mætir heimamönnum þremur dögum seinna.

Hollendingar eru komnir á EM í sumar en það ræðst síðar í þessum mánuði hvort Íslendingar komast þangað. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 21. mars. Leikurinn fer fram í Búdapest.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 26. mars en tapliðin mætast í vináttuleik þann dag.

Ísland og Holland mættust síðast í undankeppni EM 2016. Íslendingar unnu báða leikina en það eru einu sigrar þeirra á Hollendingum í fjórtán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×