Raðaði niður 14 þristum í 15 tilraunum og slátraði fréttamanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2024 09:01 Thelma Dís Ágústsdóttir, Steph Curry Íslands. Vísir/Einar Keppendur á Nettó-mótinu í körfubolta urðu vitni að skotsýningu þegar lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu fór hamförum í þriggja stiga keppni. Um er að ræða eina bestu skyttu landsins. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti